Michael Kors hættir að nota loðskinn

Alvöru loðskinn mun ekki sjást á tískupöllunum hjá Micahel Kors …
Alvöru loðskinn mun ekki sjást á tískupöllunum hjá Micahel Kors í febrúar. mbl.is/AFP

Tískurisinn Michael Kors, sem er eigandi Jimmi Choo, hefur tilkynnt að bæði fyrirtækin muni fyrir lok næsta árs hætta að nota loðskinn í vörur sínar. Þá hefur tískurisinn gengið til liðs við við verkefni sem stuðlar að loðskinnslausri smásölu. Dýraverndunarsinnar hafa tekið ákvörðuninni fagnandi.

Michael Kors fetar í fótspor fleiri tískurisa á borð við Gucci og Armani sem hafa tilkynnt að þeir muni hætta notkun loðskinna í vörur sínar á næsta ári og ætli að taka upp notkun annarra efna. Hönnuðurinn segir að vegna þess hve mikil þróun hafi orðið í framleiðslu efna sé hægt hanna lúxusvörur úr efnum sem hafi sömu fagurfræðilegu eiginleika og alvöru loðskinn. Þessari tækni verður gerð skil á hátískusýningu hönnuðarins í febrúar næstkomandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert