Sjálfsvígsmaður skotinn af lögreglu

Palestínskir mótmælendur flýja undan táragasi Ísraelshers. Ítrekað hefur komið til …
Palestínskir mótmælendur flýja undan táragasi Ísraelshers. Ítrekað hefur komið til átaka undanfarið vegna þeirrar ákvörðunar Donald Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. AFP

Palestínumaður, íklæddur sprengjuvesti, lést í dag eftir að ísraelska lögreglan skaut hann til bana er hann stakk einn landamæravörð í mótmælum við landamæri Palestínu og Ísraels á Vesturbakkanum.

AFP-fréttastofan segir manninn, Mohammed Aqal, hafa ráðist á landamæravörð við eina af eftirlitsstöðvunum Er hann sagður hafa verið íklæddur vesti, sem talið er vera sprengjuvesti.

Aqal var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu.

Talsmaður ísraelsku lögreglunnar, Micky Rosenfeld, sagði í yfirlýsingu að árásarmaðurinn hafi stungið landamæramanninn í tvígang  áður en hann var skotinn. Rannsókn sé nú hafin á málinu og hvort að hinn grunaði hafi verið íklæddur sprengjuvesti eða gervisprengjuvesti.

Þá sé einnig verið að rannsaka hvort að Aqal hafi verið klæddur sem fréttamaður til að komast nær landamæravörðunum.

AFP segir þrjá Palestínumenn til viðbótar hafa verið drepna í átökum við Ísraelsher í dag og hafi þau átök einnig verið tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar Donald Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert