Þriðju stærstu eldar frá upphafi

Skógareldarnir eru nú orðnir þeir þriðju stærstu frá upphafi í …
Skógareldarnir eru nú orðnir þeir þriðju stærstu frá upphafi í Santa Barbara. 1.000 byggingar hafa eyðilagst í eldunum til þessa. AFP

Yfirvöld í Kaliforníu hafa á ný fyrirskipað fólki í Sanda Barbara sýslu að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógarelda. Að sögn veðurfræðinga er hvöss norðanátt sem nú er ríkir líkleg auka kraft eldloganna og að senda eldana í átt að strönd Kyrrahafsins.

Skógareldarnir eru nú orðnir þeir þriðju stærstu  sem upp hafa komið í ríkinu og hafa nú um 1.000 ferkílómetrar þegar orðið eldunum að bráð, en þeir hafa logað frá 4. desember að því er BBC greinir frá.

Eldarnir hafa þegar kostað tvo lífið og er annar þeirra slökkviliðsmaður sem lést í gær, við störf sín þar sem hann barðist við eldana. Einnig lést 70 ára kona sem fannst látinn í bíl sínum. Þá hafa nokkr­ir slökkviliðsmenn slasast í baráttunni við eldana.

Þegar er búið að fyrirskipa brottflutning íbúa í Montecito og Summerland.

Lögreglumenn fylgjast með eldhafinu í Montecito. Búið er að fyrirskipa …
Lögreglumenn fylgjast með eldhafinu í Montecito. Búið er að fyrirskipa brottflutning allra íbúa af því svæði. AFP

Hvassviðri og mikl­ir þurrk­ar hafa gert slökkviliðsmönnum nán­ast ómögu­legt að ná tök­um á eld­un­um. 

1.000 bygg­ing­ar, þar á meðal 750 heim­ili, hafa eyðilagst í eld­un­um, sem eru þeir þriðju mestu í sögu rík­is­ins. Kostnaður við slökkviliðsaðgerðirnar nemur nú þegar, að sögn Reuters fréttastofunnar, 104 milljónum dollara.

Rúmlega 8.000 slökkviliðsmenn hafa bar­ist við eld­anna en mik­ill halli og grýtt landsvæði hef­ur gert þeim slökkvistarfið erfiðar um vik. Talsmaður slökkviliðsmanna á svæðinu sagði menn ekki senda af stað í þær hættu­legu aðstæður sem væru fyr­ir hendi, held­ur væri beðið eft­ir því að eld­ur­inn næði ör­ugg­ari stað svo hægt væri að ráða niður­lög­um hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert