5 farast í sjálfvígsárás á kirkju

Um 250 manns voru í kirkjunni í Quetta þegar árásin …
Um 250 manns voru í kirkjunni í Quetta þegar árásin var gerð.

Fimm manns hið minnsta létust og 15 særðust í árás sjálfsvígsmanna á kirkju í Pakistan í morgun. Árásin átti sér stað í borginni Quetta sem er um 65 km frá landamærum Afganistan.  

Tveir menn réðust inn í kirkjuna kirkjugesti á meðan að morgunbænir fóru þar fram, að því er BBC hefur eftir Sarafaz Bugti, ráðherra héraðsins. Um 250 manns voru staddir i kirkjunni er árásin átti sér stað.

Segja vitni sprengingu hafa heyrst inni í kirkjunni eftir skothríðina. Bugti segir að lögregla hafi skotið annan árásarmannanna fyrir utan kirkjuna,en hinn hafi náð að komas þangað inn þar sem hann sprengdi sig í loft upp

Hinir særðu hljóta nú aðhlynningu á sjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert