Kosið um að hafna ákvörðun Trumps

AFP

Á morgun verður kosið Í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um uppkast að samþykkt þar sem synjað er þeirri ákvörðun Donalds Trumps að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. AFP-fréttastofan greinir frá.

Egyptaland krafðist þess að kosið yrði um málið í dag, daginn eftir að aðgerðin var kynnt í öryggisráðinu, en talið er nokkuð víst að Bandaríkin beiti neitunarvaldi sínu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og stefnt yrði að því að flytja sendiráð Bandaríkjanna til borgarinnar á næstu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert