Bílstjóri Uber játar morðið

Rebecca Dyk­es, sem var þrítug, starfaði í sendi­ráði Breta í …
Rebecca Dyk­es, sem var þrítug, starfaði í sendi­ráði Breta í Beirút, höfuðborg Líbanon. AFP

Bilstjóri leigubílaþjónustunnar Uber sem handtekinn var í dag, grunaður um að hafa orðið Rebecca Dykes að bana, hefur játað morðið.

Frétt mbl.is: Bresk kona myrt í Líbanon

Dyk­es, sem var þrítug, starfaði í sendi­ráði Breta í Beirút, höfuðborg Líbanon. Sér­sveit­armaður líb­önsku lög­regl­unn­ar sagði BBC að hand­tekni maður­inn væri 35 ára og hefði áður hlotið ýmsa dóma.

Bílstjórinn viðurkenndi að hafa kyrkt Dykes eftir að hafa reynt að nauðga henni.

„Hinn grunaði hefur játað að hafa notfært sér ástand ungu konunnar, sem var drukkin, og keyrði hann í átt að þjóðvegi án hennar vitundar. Hann nam staðar á afskekktum stað,“ hefur AFP fréttastofan eftir heimildarmanni úr réttarkerfinu.

„Þegar hann byrjaði að misnota hana kynferðislega veitti hún mótstöðu og tókst að sleppa úr bílnum. Hún öskraði þar til hann handsamaði hana aftur, fór með hana í bílinn og kyrkti hana,“ bætir heimildamaðurinn við.

Dyk­es sást síðast á lífi á föstu­dags­kvöld en lík henn­ar fannst á laug­ar­dags­kvöld, í veggkanti við þjóðveginn.

„Við erum miður okk­ar yfir missin­um og reyn­um öll að skilja hvað gerðist. Við ósk­um eft­ir því að fjöl­miðlar virði einka­líf okk­ar,“ kom fram í yf­ir­lýs­ingu sem fjöl­skylda Dyk­es sendi frá sér.

Bílstjórinn var handtekinn fyrr í dag, en hann sást á myndefni úr öryggismyndavélum sem lögreglan fékk aðgang að.

Frétt mbl.is: Grunaður um að hafa myrt Dykes

Uber yfirleitt talinn öruggur kostur

Uber leigubílaþjónustan hefur veitt yfirvöldum í Líbanon aðstoð við rannsókn málsins. „Okkur hryllir við þessu glórulausa ofbeldi. Hugur okkar er hjá fórnarlambinu og fjölskyldu hennar,“ segir talsmaður fyrirtækisins í samtali við AFP fréttastofuna í London.

Auðkenniskerfið sem Uber notast við er allra jafna álitið öruggt og líta margir á Uber sem öruggari kost en leigubíl, sérstaklega konur. AFP hefur eftir heimildarmanni sínum að bílstjórinn sé á sakaskrá og hafi tvisvar sinnum verið handtekinn fyrir meinta áreitni og stuld gagnvart viðskiptavinum sínum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert