Eiginmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Talið er víst að lík Janne Jemtland hafi fundist á …
Talið er víst að lík Janne Jemtland hafi fundist á botni árinnar Glomma.

Eiginmaður Janne Jemtland, norsku konunnar sem saknað hefur verið frá því fyrir áramót, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konunni að bana.

Eiginmaðurinn hefur áður komist í kast við lögin því hann fékk dóm fyrir alvarlega líkamsárás árið 1991. Þá hefur hann einnig verið dæmdur fyrir þjófnað og eignaspjöll, að því er fram kemur á vef TV2 í Noregi.

Janne, sem er tveggja barna móðir, hvarf sporlaust aðfaranótt 29. des­em­ber eft­ir að hún kom heim úr veislu ásamt eig­in­manni sín­um. Hann til­kynnti þó ekki um hvarf henn­ar fyrr en tæp­um sól­ar­hring síðar. Þá leið sól­ar­hring­ur til viðbót­ar þar til lög­regla hóf form­lega leit.

Frétt mbl.is: Líkfundur í Noregi

Lík fannst loks eftir 15 daga leit á botni árinnar Glomma um 50 kílómetra frá smábænum Brumund­dal þar sem hún bjó. Þó enn eigi eftir að staðfesta að líkið sé hennar má telja nær öruggt að svo sé. Börn þeirra eru nú í umsjá barnaverndar.

Maðurinn gistir nú fangageymslur í einangrun meðan unnið er að rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert