Fengu matareitrun og létust

Sjávarskjaldbaka.
Sjávarskjaldbaka. AFP

Átta börn létust eftir að þau fengu matareitrun við það að borða sjávarskjaldböku. Atvikið átti sér stað á eyjunni Madagaskar en heilbrigðisyfirvöld þar greindu frá málinu.

Ekki er mælt með því að fólk borði sjávarskjaldbökur vegna þess að mikið eitur leynist í þeim á sumrin en nú er hásumar á suðurhveli jarðar.

„27 fengu matareitrun og af þeim létust átta börn dagana 8. og 9. janúar eftir að þau borðuðu sjávarskjaldböku,“ kom fram í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum.

Lögregla staðfesti að allir sem létust hefðu verið á barnsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert