Fundu lík í rústunum

Slökkviliðsmenn að störfum í Antwerpen.
Slökkviliðsmenn að störfum í Antwerpen. AFP

Slökkviliðsmenn í Antwerpen fundu tvö lík í húsarústunum þar sem gassprenging varð í gærkvöldi. 15 voru fluttir á sjúkrahús í gærkvöldi eftir sprenginguna og er einn í lífshættu. Fimm eru alvarlega slasaðir.

Sprengingin varð um klukkan 21:30 að staðartíma í Paardenmarkt-hverfinu í miðborg belgísku hafnarborgarinnar Antwerpen. Fjölbýlishús hrundi í kjölfar sprengingarinnar en hún er rakin til gasleka. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert