Í lífshættu eftir sprengingu í Antwerpen

Frá vettvangi í gærkvöldi.
Frá vettvangi í gærkvöldi. AFP

Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús eftir að hús hrundu í sprengingu í belgísku hafnarborginni Antwerpen í gærkvöldi. Einn er í lífshættu og fimm eru alvarlega slasaðir. Yfirvöld útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Samkvæmt frétt RTBF er talið að gasleki hafi valdið sprengingunni í gærkvöldi en það hefur ekki fengist staðfest. Nokkur hús hrundu til grunna í Paardenmarkt-hverfinu í miðborg Antwerpen og önnur skemmdust mikið. Sprengingin varð klukkan 20:30 að íslenskum tíma.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert