Köstuðu barni í fang slökkviliðsmanns

Á þessu skjáskoti úr myndskeiðinu má sjá hvar barninu er …
Á þessu skjáskoti úr myndskeiðinu má sjá hvar barninu er kastað í fang slökkviliðsmanns.

Myndskeið af því þegar slökkviliðsmenn björguðu barni úr brennandi húsi í borginni Decatur í Georgia í Bandaríkjunum hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. 

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni hinn 3. janúar. Myndskeiðið af björgunarafrekinu var hins vegar fyrst birt í gær. Tólf manns, þar á meðal nokkur börn, slösuðust í eldsvoðanum en enginn hlaut þó alvarleg meiðsli.

Eins og sjá má á myndskeiðinu var húsið alelda. Íbúar eru á leið niður stiga sem reistur hefur verið við húsið og einn þeirra kastar barni í fang slökkviliðsmanns á jörðu niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert