Staðfesta að líkið er af Jemtland

Lík Janne fannst í ánni Glomma, 15 dögum eftir að …
Lík Janne fannst í ánni Glomma, 15 dögum eftir að hún hvarf frá heimili sínu.

Lögreglan í Noregi hefur staðfest að lík sem fannst í ánni Glomma á laugardag er lík Janne Jemtland.

18 dagar eru frá því að Jemtland hvarf frá heimili sínu í Brumund­dal, litlu bæj­ar­fé­lag inni í landi, mitt á milli Ham­ars og Lillehammer.

Eiginmaður Jemtland var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Hann vísaði lögreglunni á líkið, en neitar að hafa valdið dauða hennar. 

Í tilkynningu frá lögreglunni sem gefin var út í dag kemur fram að dánarorsök eru ekki kunn og að endanlegar niðurstöður krufningar liggi ekki fyrir.

Hjónin eiga tvö börn og eru þau nú í umsjá barnaverndar.

Frétt norska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert