Synnøve Søe er látin

Synnøve Søe – skjáskot af Facebook.
Synnøve Søe – skjáskot af Facebook. Skjáskot af Facebook-síðu Synnøve Søe

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Synnøve Søe er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Árósum í gær. Hún var 55 ára gömul, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.

Bróðir hennar, Jeppe Søe, staðfesti andlátið í samtali við fjölmiðla í gærkvöldi. 

Synnøve Søe vakti mikla athygli þegar hún gaf út sína fyrstu bók, Fars, árið 1989 en þar fjallaði hún uppvaxtarárin. Hún stjórnaði meðal annars vinsælum sjónvarpsþætti á TV3.

Bróðir hennar Jeppe Søe hefur ekki haft samband við hálfsystur sína frá því bókin Fars (Feður) kom út. Að hans sögn vegna þess sem hún skrifar um uppvaxtarár þeirra sem hún hafi síðar viðurkennt að væri uppspuni frá rótum.

Synnøve Søe lætur eftir sig son, Romeo. Bækur eftir hana hafa komið út á íslensku. 

Frétt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert