5 stungnir á hol í nautatamningakeppni

Einn þátttakenda í Jallikattu reynir hér að ná verðlaunum af …
Einn þátttakenda í Jallikattu reynir hér að ná verðlaunum af hornum nautsins, sem hafa verið brýnd sérstaklega. Fimm hafa farist frá því að keppni hófst á sunnudag. AFP

Fimm menn hið minnsta voru stungnir á hol við þátttöku í nautatamningakeppni, svo nefndri Jallikattu, sem haldin er í fylkinu Tamil Nadu á Indlandi.

Mennirnir sem létust voru meðal þátttakenda í keppninni sem hófst á sunnudag. Að sögn BBC er þessi umdeilda íþrótt nú heimiluð á ný eftir að stjórnvöld í ríkinu afnámu bann sem hæstiréttur landsins setti árið 2014 á grundvelli dýravelferðar.

Þúsundir manna í fylkinu eru sagðir taka þátt í Jallikattu, sem felur í sér að elta uppi nautgripi, sem sleppt er lausum í mannfjölda, og reyna að ná verðlaunum sem bundin hafa verið við sé horn þeirra, sem hafa verið brýnd sérstaklega fyrir keppnina.

60 til viðbótar eru sagðir hafa særst.

Hefð er fyrir því að Jallikattu sé haldi í janúar og ákváðu yfirvöld í fyrra að heimila keppnina á ný í kjölfar mikilla mótmæla í ríkinu. Í gegnum árin hafa hundruð manna ýmist verið stunginn á hol eða hafa látist við að vera traðkaðir niður af nautunum.

Þá hafa hundruð, þeirra á meðal áhorfendur, særst.

Dýraverndarsamtök segja keppnina valda dýrunum óþarflega mikilli streitu, stjórnvöld í fylkinu segja keppnina hins vegar vera mikilvæga fyrir viðhald og velferð dýranna, auk þess að viðhalda menningarhefðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert