Lentu tvisvar í árekstri sama daginn

Lögreglan var kölluð til er mennirnir höfðu ekið á hvor …
Lögreglan var kölluð til er mennirnir höfðu ekið á hvor annan. AFP

Lögreglan í Dresden í Þýskalandi segir að tveir menn hafi lent í árekstri tvisvar sinnum sama daginn.

Á þriðjudag ætlaði annar þeirra að leggja í bílastæði en áttaði sig svo á því að um stæði fyrir fatlaða væri að ræða. Hann bakkaði því úr stæðinu en ekki vildi betur til en svo að hann ók á gangandi vegfaranda. Sá sem fyrir bílnum varð meiddist lítið.

Mennirnir tveir skiptust á upplýsingum til að gera skýrslu um óhappið. Sá sem ekið var á settist að því loknu upp í sinn bíl og bakkaði út úr stæðinu. En þá ók hann á manninn sem hafði skömmu áður ekið á hann. Eins og í fyrra skiptið slasaðist sá sem ekið var á aðeins minniháttar. 

Á þeim tímapunkti ákváðu mennirnir að tímabært væri að kalla til lögregluna. 

AP-fréttastofan greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert