Þing kom saman í Katalóníu í dag

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, vill verða for­seti heima­stjórn­ar …
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, vill verða for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu á ný. AFP

Katalónska þingið kom saman á ný í dag í fyrsta skipti eftir að þingið var leyst upp í haust og kosið var um sjálfstæði Katalóníu í október. Kosið verður um forseta þingsins í dag.     

Þrír flokk­ar sjálf­stæðissinna í Katalón­íu fengu naum­an meiri­hluta í kosn­ing­um til héraðsþings­ins sem fram fóru í gær eða 70 þing­sæti af 135. Tveir þeirra flokka hafa lýst því yfir að þeim vilji sjá Carles Puigdemont, fyrr­ver­andi for­seta heima­stjórn­ar Katalón­íu og leiðtoga sjálf­stæðissinna, sem forseta. 

Ef flokkarnir sameinast um valið munu þeir geta kosið hann sem forseta þingsins. Það lítur út fyrir að þeir muni beita sér fyrir því. Stuðningsmenn Puigdemont segja að hann geti vel sinnt hlutverki sínu þrátt fyrir að búa í Belgíu. Hann muni notast við myndbönd og sendi ræðu á þingið sem hann mun fela öðrum að lesa upp.

Komi hann til Spánar á hann yfir höfði sér handtöku. Hins vegar gera lög ráð fyrir að hann verði að vera viðstaddur þingsetninguna sjálfa.  

Hins vegar rak Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, hann úr stóli héraðsfor­seta fyr­ir að lýsa yfir sjálf­stæði Katalón­íu­héraðs í október. Hann heldur nú til í Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert