Þrír látnir í óveðri í Hollandi og Þýskalandi

Óveður í Hollandi og Þýskalandi hefur orðið þremur að bana …
Óveður í Hollandi og Þýskalandi hefur orðið þremur að bana og sett samgöngur úr skorðum. AFP

Þrír hafa látið lífið í óveðrinu sem gengur nú yfir Holland og Þýskaland. Slys sem rekja má til stormsins hafa orðið þremur að bana. Fólkið varð ýmist undir tré eða lést sökum þungs braks sem tókst á loft í storminum og lenti á því.

Þá er ökumaður bifreiðar alvarlega slasaður eftir að tré féll ofan á bíl hans á vegi skammt fyrir utan borgina Moers í vesturhluta Þýskalands. 

Ökumaður bílsins er alvarlega slasaður eftirað tré féll ofan í …
Ökumaður bílsins er alvarlega slasaður eftirað tré féll ofan í bílinn á meðan hann var á ferð. AFP

Vindhviður hafa farið upp í 40 metra á sekúndu og hefur óveðrið haft mikil áhrif á samgöngur. Opnað hefur verið fyrir flugumferð á ný í Schip­hol-flug­velli í Amster­dam, en hann var lokaður tíma­bundið í morg­un vegna óveðursins. Þá hafa miklar tafir orðið á lestarsamgöngum í norðvesturhluta Þýskalands.

Frétt mbl.is: Búið að opna fyrir flugumferð

Hollenskir Twitter-notendur hafa birt myndir af vörubílum og trjám sem hafa fokið á hliðina á vegum landsins undir myllumerkinu #coderood. Samkvæmt upplýsingum frá innlendri samgöngusíðu hafa 17 vörubílar fokið á hliðina í óveðrinu.

Hjólreiðamenn í Rotterdam berjast í gegnum vindinn.
Hjólreiðamenn í Rotterdam berjast í gegnum vindinn. AFP

Í frétt BBC kemur fram að lögreglan hafi lokað allri umferð um miðbæ Almere, um 200 þúsund manna borgar austur af Amsterdam.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hversu kröftugar vindhviðurnar eru: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert