Von á 40 stiga hita í 3-5 daga

Fólk er beðið að vara sig í hitanum sem verður …
Fólk er beðið að vara sig í hitanum sem verður í Ástralíu næstu daga. AFP

Ástralar búa sig nú undir enn eina hitabylgjuna og er búist við því að hitinn geti farið yfir 40°C í 3-5 daga á ákveðnum svæðum. Veðurstofa landsins varar við hitanum og hættu á gróðureldum sem honum fylgir. Er fólk beðið um að gæta þess að drekka nóg og fylgjast með ástandi þeirra sem minna mega sín í slíkum hita. Fyrir tveimur vikum mældist 43,4 stiga hiti í Sydney sem er nálægt áratuga gömlu meti.

Í frétt Telegraph í Ástralíu segir að skýringin á hitabylgjunni felist í miklum og heitum loftmassa sem hafi sótt í sig veðrið um hríð. Mestur verður hitinn í Suður-Ástralíu, Victoria og síðar í New South Wales. Búist er við að hafgolan muni sjá til þess að milda veður við ströndina, m.a. í Sydney. Þó verður hitinn á bilinu 30-40 stig næstu daga. Hæstum hita er spáð á mánudag.

„Við munum fá nokkra mjög heita daga sem verða erfiðir þeim sem búa ekki við ströndina,“ hefur blaðið eftir veðurfræðingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert