10% fleiri nauðganir tilkynntar

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Tilkynningum um nauðganir til lögreglunnar í Svíþjóð fjölgaði um 10% í fyrra sem er svipað hlutfall og hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en aukningin hér er 9% samanborið við síðustu þrjú árin á undan.

Tölurnar frá Svíþjóð koma frá öllum atvikum sem tilkynnt eru til lögreglu og annarra yfirvalda sem koma að glæparannsóknum í landinu. Inni í tölunum eru einnig tilkynningar um kynferðislega glæpi sem síðar reynast ekki á rökum reistar.

Mesta aukningin var í fíkniefnamálum og smærri afbrotum, svo sem smáglæpum og afstungum frá umferðarslysum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brå hefur tilkynningum um nauðganir fjölgað um 34% frá 2008 til 2017. Talsverð aukning varð á árunum 2005 til 2011 samfara breyttri löggjöf og skilgreiningum á kynferðislegu ofbeldi.

Frétt The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert