Vann 12 ára til verðlauna á Ólympíuleikum

Carla Marangoni.
Carla Marangoni. Ljósmynd/Twitter

Ítalinn Carla Marangoni, sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum árið 1928 og var elsti lifandi ólympíuverðlaunahafinn, er látin, 102 ára gömul. Ítalska íþróttasambandið greindi frá því í morgun.

Maragoni keppti í fimleikum. Hún var eini eftirlifandi keppandinn frá leikunum árið 1928 en hún var 12 ára gömul þegar hún vann til silfurverðlaunanna.

„Hennar verður minnst sem einnar aðalhetjunnar í sögu ítalskra íþrótta,“ kom fram í yfirlýsingu frá ítalska íþróttasambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert