Styðja opnun alríkisins

Chuck Schumer, leiðtogi demókrata, í öldungadeildinni í dag.
Chuck Schumer, leiðtogi demókrata, í öldungadeildinni í dag. AFP

Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa samþykkt að styðja frumvarp um að fjármagn verði tímabundið veitt í að binda enda á lokun alríkisins að hluta til.

Hundruð þúsunda starf­manna banda­ríska al­rík­is­ins mættu ekki til vinnu í dag eftir að at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi fjár­heim­ild­ir rík­is­ins var frestað þar sem ekki náðist sam­komu­lag í öld­unga­deild­inni. 

Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild, sagðist hafa náð samkomulagi við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, í skiptum fyrir að brugðist verði við áhyggjum demókrata vegna hundraða þúsunda innflytjenda sem voru fluttir til landsins sem börn.

Demókratar neituðu að styðja frumvarpið nema tryggt yrði að fólkinu verði ekki vísað úr landi.

Al­rík­inu var lokað á miðnætti á föstu­dag þegar ekki náðist sam­komu­lag um tíma­bundn­ar fjár­heim­ild­ir rík­is­ins. Þetta þýðir hins veg­ar ekki að all­ir starfs­menn al­rík­is­ins sitji heima launa­laus­ir því mis­jafnt er eft­ir stofn­un­um hvernig staða þeirra er fjár­hags­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert