Gasleki í London

Lögreglumenn að störfum í London.
Lögreglumenn að störfum í London. AFP

Um 1.500 manns var gert að rýma hótel og næturklúbb í miðborg Lundúna í nótt. Þá var tveimur lestarstöðvum lokað vegna gasleka, að því er yfirvöld segja. 

Talsmaður slökkviliðsins í London segir að með skynjurum hafi verið leitt í ljós að gasleiðsla var farin í sundur og að mikið magn gass hafi komist út í andrúmsloftið. Í varúðarskyni voru um 1.450 gestir hótels og næturklúbbs beðnir að yfirgefa svæðið. 

Þá var tveimur lestarstöðvum, Charing Cross og Waterloo East, lokað um tíma. Einnig var veghluta milli Trafalgar-torgs og Waterloo-brúar lokað og fólk beðið að halda sig fjarri.

Verkfræðingar vinna nú að því að finna leið til að laga leiðslurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert