Mannskætt snjóflóð í kjölfar goss

Japanskur hermaður lést í snjóflóði sem féll í Japan í dag en talið er að eldgos hafi komið snjóflóðinu af stað. Að minnsta kosti 14 eru slasaðir, þar af nokkrir alvarlega.

Eldgos hófst í Kusatsu-Shirane fjalli, sem er í 150 km frá Tókýó, í morgun en ekki er talið fullvíst að eldgosið hafi sett snjóflóðið af stað, segir í frétt BBC. Grjót þeyttist í allar áttir þegar eldgosið hófst og meðal slasaðra eru hermenn sem voru við æfingar á svæðinu en þeir lentu undir snjóflóðinu. 

Frétt BBC

Kusatsu-Shirane fjall.
Kusatsu-Shirane fjall. Wikipedia/Ski Mania
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert