Okur á ferðamönnum til yfirvalda

AFP

Lögreglustjórinn og borgarstjórinn í Feneyjum segja að gripið verði til aðgerða eftir að fréttir bárust af því að fjórir japanskir ferðamenn voru rukkaðir um 1.100 evrur, eða 139 þúsund krónur, fyrir fjórar steikur og bakka með grilluðum fiski. Matnum skoluðu þeir niður með vatni.

Þrjár aðrar konur úr sama ferðamannahóp ákváðu að borða á öðrum veitingastað en þessum, sem er skammt frá Markúsartorgi, þar sem þær óttuðust að vera hafðar að féþúfu. Þær þurftu að greiða 350 evrur, rúmar 44 þúsund krónur, fyrir þrjá skammta af sjávarréttapasta. 

Borgarstjórinn í Feneyjum, Luigi Brugnaro, segir á Twitter að farið verði vandlega yfir þessi mál. Þetta sé til skammar ef rétt reynist og allt verði gert til þess að þeim verði refsað. 

Samkvæmt Guardian liggur ekki fyrir hvers vegna ferðamennirnir neituðu einfaldlega ekki að greiða reikninginn heldur lögðu þeir fram kvörtun eftir brottför frá Feneyjum. 

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert