Sessions yfirheyrður í Rússarannsókn

Jeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var yfirheyrður í síðustu viku í tengslum við rannsókn á tengslum kosningateymis Donalds Trump og Rússa. Yfirheyrslurnar stóðu í nokkra klukkutíma, að því er fram kemur í frétt New York Times. 

Er þetta í fyrsta sinn sem rannsóknarteymi Roberts S. Mueller, fyrrverandi yfirmanns FBI sem nú fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, yfirheyrir einhvern úr ríkisstjórn Trumps.  

Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Isgur Flores, staðfestir við New York Times að yfirheyrslan hafi farið fram.

Sessions tilkynnti fyrir tæpu ári að hann hefði sagt sig frá öllum málum sem tengjast kosningunum í nóvember árið 2016, m.a. öllu er snertir rannsóknina á afskiptum Rússa. Það gerði hann í kjölfar þess að upp komst að hann hafði ekki sagt þinginu frá því að hann hefði tvisvar sinnum fundað með sendiherra Rússlands meðan á kosningabaráttunni stóð. Sessions, sem er fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, studdi forsetaframboð Trumps frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert