Þyrla og flugvél skullu saman

Slökkvilið og björgunarsveitarmenn á vettvangi í dag.
Slökkvilið og björgunarsveitarmenn á vettvangi í dag. AFP

Fjórir létust þegar lítil flugvél og þyrla skullu saman nálægt borginni Philippsburg í suðvesturhluta Þýskalands í dag. Ekki er ljóst hvað olli slysinu. BBC greinir frá. 

Allir fjórir sem létust voru í áhöfninni, tveir um borð í björgunarþyrlunni sem var við æfingar, og tveir í flugvélinni. 

„Við vitum ekki hver var um borð í flugvélinni,“ segir talsmaður lögreglunnar við þýska fjölmiðilinn Deutsche Welle. Hann vildi ekki greina frá því hvort fleiri hefðu særst í slysinu. 

Slysið varð um fimm kílómetra frá borginni en þar er kjarnorkuver.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert