Þýskur nemandi stunginn til bana

Lögreglumenn fyrir utan skólann.
Lögreglumenn fyrir utan skólann. AFP

Nemandi við gagnfræðiskóla skammt frá þýsku borginni Dortmund var myrtur í morgun af skólafélaga sínum, að sögn lögreglunnar.

Í þýskum fréttamiðlum kemur fram að fimmtán ára nemandi hafi stungið 14 ára pilt til bana.

Kona leiðir börn fram hjá sjúkra- og lögreglubílum skammt frá …
Kona leiðir börn fram hjá sjúkra- og lögreglubílum skammt frá skólanum. AFP

Árásin var gerð um klukkan 8 í morgun að staðartíma í skólanum Käthe Kollwitz í bænum Lünen, að því er BBC greindi frá. 

Einn unglingur hefur verið handtekinn grunaður um morð.

Prestar voru kallaðir í skólann til að veita nemendum og foreldrum stuðning.

Yfirvöld hafa undanfarið heitið því að takast á við aukið ofbeldi ungs fólks í vesturhluta Þýskalands. Samkvæmt lögreglunni var einn af hverjum fimm afbrotamönnum árið 2016 yngri en 21 árs.

Lögreglan stendur vörð fyrir utan skólann.
Lögreglan stendur vörð fyrir utan skólann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert