Glímir við alvarleg veikindi

Mynd af belgískum lögreglubíl úr safni.
Mynd af belgískum lögreglubíl úr safni. AFP

Afganskur maður sem lögregla í Ghent í Belgíu særði í gærkvöldi eftir að hann hafði ógnað fólki með hnífi er á batavegi. Að sögn saksóknara er maðurinn ekki grunaður um hryðjuverk heldur glímir hann við alvarleg andleg veikindi.

Að sögn talsmanns saksóknara í Ghent, An Schoonjans, er maðurinn, sem er 28 ára gamall, á sjúkrahúsi og bendir allt til þess að hann muni ná sér að fullu. „Engin merki eru um að maður sé öfgamaður né hryðjuverkamaður en það er margt sem bendir til þess að hann glími við geðræn vandamál,“ sagði hún við blaðamenn í morgun. Maðurinn verður yfirheyrður fljótlega. 

Schoonjans segist ekki geta staðfest orðróm um að maðurinn hafi ákallað Guð, Allahu Akbar, líkt og einhverjir fjölmiðlar hafa haldið fram.

Maðurinn, sem býr í Ghent, kom inn á brautarstöðina og reyndi að ráðast til atlögu gegn lögreglumönnum. Hann virti skipanir lögreglu um að stöðva að vettugi og þeir skutu hann, segir Schoonjans „Hann er ekki í lífshættu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert