Réðust inn á skrifstofu Save the Children

AFP

Vopnaðir menn réðust inn á skrifstofu mannúðarsamtakanna Save the Children í austurhluta Afganistan í morgun og eru að minnsta kosti 11 særðir. 

Mennirnir sprengdu fyrst upp bíl fyrir utan skrifstofu samtakanna í Jalalabad borg og réðust síðan þungvopnaðir inn á skrifstofuna. Starfsfólkið reyndi að fela sig en árásin hófst skömmu eftir að fólk mætti til vinnu klukkan 9 í morgun að staðartíma. Vitað er að 11 særðust í árásinni og hafa þeir verið fluttir á sjúkrahús.

Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því talibanar réðust inn á hótel í Kabúl og drápu að minnsta kosti 22, flestir þeirra voru útlendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert