Ursula K. Le Guin er látin

Ursula K. Le Guin.
Ursula K. Le Guin. AFP

Einn helsti höfundur vísindaskáldsagna í heiminum, Ursula K. Le Guin, er látinn 88 ára að aldri.

Le Guin hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir bækur sínar og þær hafa selst í milljónum eintaka. Frægustu bækur hennar eru væntanlega úr Earthsea röðinni en einhverjar þeirra hafa verið þýddar á íslensku þar sem fjallað er um um galdramann og galdraskóla.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um bækur Le Guin

Le Guin gaf út á þriðja tug bóka en hún skrifaði barnabækur, ljóðabækur, ritgerðir og smásögur. Fjölmargir hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum eftir að greint var frá andláti hennar. 

Ursula K. Le Guin.
Ursula K. Le Guin. AFP

Hún fæddist í október 1929 í Berkeley, Kaliforníu. Faðir hennar, Alfred Kroeber, var mannfræðingur og sérfræðingur í frumbyggjum Bandaríkjanna (Native Americans). Móðir hennar, Theodora Kroeber, var rithöfundur og skrifaði meðal annars bókina Ishi in Two Worlds sem er mjög þekkt. 

Urslula Le Guin nam við Radcliffe College í Massachusetts og síðan Columbia háskólann í New York. Hún hlaut Fulbright Fellow styrk árið 1953 og fór til Parísar þar sem hún gekk í hjónaband með eiginmanni sínum, sagnfræðingnum Charles Le Guin. Þau fluttu síðan til Portland í Oregon þar sem þau bjuggu lengi ásamt þemur börnum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert