Allir um borð létust

ATR 72-500 flugvél.
ATR 72-500 flugvél. Wikipedia/Ken Fielding

Allir sem voru um borð í farþegaþotu sem brotlenti í fjalllendi í Íran í nótt létust. Alls voru 66 um borð í flugvélinni.

Talsmaður flugfélagsins segir að vélin hafi farist í Zagros-fjalllendinu en björgunarmenn komu að slysstaðnum fyrir skömmu. 

Flugvélin var að koma frá Teheran á leið til borgarinnar Yasuj í suðvesturhluta Írans. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Flugvélin, sem var af ATR 72-500 gerð, var í eigu Aseman Airlines.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert