Neyðarástandi lýst yfir

Gita olli usla á Tonga í síðustu viku.
Gita olli usla á Tonga í síðustu viku. AFP

Borgaryfirvöld í Christchurch og á svæðum í grennd hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibyljarins Gitu. Tugum skóla hefur verið lokað sem og götum á Suðureyju Nýja-Sjálands.

Þá hefur flugi til og frá höfuðborginni Wellington verið aflýst. Íbúar hafa verið varaðir við hættu á flóðum samhliða óveðrinu. Þá hafa þeir sem búa á miklu láglendi verið hvattir til að yfirgefa heimili sín. „Áhrifa óveðursins mun gæta mest í nótt og í fyrramálið,“ segir borgarstjóri Christchurch, Lianne Dalziel.

Herinn hefur verið kvaddur á vettvang og er í viðbragðsstöðu.

Fellibylurinn Gita fór í síðustu viku yfir Kyrrahafseyjurnar Tonga og Fiji. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert