Útför Hinriks prins í dag

Almenningi gafst kostur á að kveðja Hinrik prins þar til …
Almenningi gafst kostur á að kveðja Hinrik prins þar til í gær er kista hans stóð í hallarkirkjunni í Christiansborg. Aðeins um sextíu manns er boðið að vera við útförina. AFP

Um sextíu aðstandendur og nánir vinir Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, verða viðstaddir útför hans í dag. 

Útförin verður gerð frá hallarkirkjunni í Christansborg og hefst athöfnin klukkan 11 að dönskum tíma, klukkan 10 að íslenskum.

Þrír kórar munu syngja við útförina, m.a. Drengjakór Kaupmannahafnar en Hinrik var verndari kórsins í 45 ár. 

Tíu menn úr konunglegu lífvarðarsveitinni munu bera kistuna frá kirkju.

Í kjölfar athafnarinnar munu syrgjendur koma saman í Amalíuborg. 

Lík Hinriks verður brennt. Helm­ingi ösk­unn­ar verður dreift yfir sjó við strend­ur Dan­merk­ur og hinn helm­ing­ur­inn verður jarðsett­ur í einka­gra­freit við höll­ina í Fredens­borg. Al­menn­ur aðgang­ur verður ekki að leiðinu að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu frá dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Hinrik lést í síðustu viku, 83 ára að aldri. 

Bein lýsing danska ríkisútvarpsins frá útförinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert