Mildaði dauðadóm á síðustu stundu

Kent Whitaker (til vinstri) og sonur hans Bart í meðan …
Kent Whitaker (til vinstri) og sonur hans Bart í meðan á heimsóknartíma stóð í fangelsinu árið 2016. AFP

Ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum mildaði á síðustu stundu dauðadóm yfir Bart Whitaker sem réð leigumorðingja til að drepa fjölskylduna sína.

Kent Whitaker, faðir Bart sem leigumorðinginn reyndi að myrða, fyrirgaf syni sínum og barðist í framhaldinu fyrir því að lífi hans yrði þyrmt.

„Herra Whitaker mun eyða því sem eftir er ævi sinnar á bak við lás og slá í refsiskyni fyrir svívirðilegan glæp sinn,“ skrifaði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, í yfirlýsingu sinni þar sem hann útskýrði ákvörðun sína.

Taka átti Bart, sem er 38 ára, af lífi í kvöld.

AFP

Abbott benti á þá staðreynd að „manneskjan sem hleypti af skotunum úr byssunni sem varð fórnarlömbunum að bana fékk ekki dauðadóm en Whitaker, sem hleypti ekki af skotunum, fékk dauðadóm“.

Einnig nefndi hann að faðir Bart, sem komst lífs af úr árásinni, hafi barist fyrir því að sonur sinni yrði tekinn af lífi.

Bart afsalaði einnig rétti sínum til að sækja um reynslulausn gegn því að dauðadómurinn yrði mildaður.

Bart Whitaker var dæmdur fyrir að hafa ráðið leigumorðingja árið 2013 til að myrða föður sinn, móður og bróður. Leigumorðinginn skaut Bart einnig í handlegginn til að hann yrði ekki grunaður um morðin.

Að sögn lögreglunnar hafði Bart þróað með sér hatur á fjölskyldu sinni og vonaðist hann til að erfa eina milljón dala við dauða þeirra.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, er …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, er þeir ræddu málin á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert