6 börn drepin í Ghouta í dag

Frá austurhluta Ghouta-héraðs eftir sprengjuárásir stjórnarhers Sýrlands og Rússa.
Frá austurhluta Ghouta-héraðs eftir sprengjuárásir stjórnarhers Sýrlands og Rússa. AFP

Í það minnsta 32, þar af 6 börn, voru drepnir í austurhluta Ghouta-héraðs í Sýrlandi í dag. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi frá Rússum, heldur áfram að láta sprengjum rigna yfir svæðið. 

Yfir 450 manns hafa lát­ist í sprengju­árás­um á svæðinu frá því her­inn hóf áhlaup sitt þar af mik­ill hörku fyr­ir tæpri viku síðan. 

Svæðið er undir stjórn uppreisnarmanna og hefur Bashar al-Assad sýrlandsforseti heitið því að ná aftur stjórn á öllum landsvæðum. Alþjóðastofn­an­ir og þjóðarleiðtog­ar hafa kraf­ist vopna­hlés en slíkt hef­ur ekki orðið að veru­leika. 

Klukkan 19:30 í dag mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um 30 daga vopnahlé. Rússar, sem styðja og taka þátt í aðgerðum Sýrlandshers, hafa neitunarvald í öryggisráðinu. 

Ómögu­legt er að meta með vissu mann­fallið sem orðið hef­ur í Sýr­landi frá því stríðið braust út fyr­ir sjö árum. Sam­einuðu þjóðirn­ar telja þó að um 400 þúsund manns hafi fallið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert