Átján fórust í bílsprengingum

Þessi bíll var sprengdur í Mogadishu fyrir nokkru síðan.
Þessi bíll var sprengdur í Mogadishu fyrir nokkru síðan. AFP

Að minnsta kosti átján manns fórust og tuttugu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu skammt frá forsetahöllinni og hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.

Hryðjuverkasamtökin Shabaab segjast bera ábyrgð á árásinni.

Fyrri árásinni var fylgt eftir með byssuskotum, skammt frá Villa Somalia, en skömmu síðar sprakk hin sprengjan nálægt hótelinu.

Shabaab-samtökin segja að árásinni hafi verið beint gegn ríkisstjórninni og öryggissveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert