Fékk hjartaáfall og lét lífið

Lögregluþjónar reyna að stöðva átök fyrir leikinn.
Lögregluþjónar reyna að stöðva átök fyrir leikinn. AFP

Lögregluþjónn lét lífið eftir að átök brutust út milli stuðningsmanna spænska liðsins Athletic Bilbao og rússneska liðsins Spartak Moskvu fyrir leik liðanna í Evrópudeildinni í knattspyrnu á Spáni í gær.

Lögregluþjónninn fékk hjartaáfall og lést. Meira en 500 lögregluþjónar voru á vettvangi en samkvæmt spænskum fjölmiðlum voru í það minnsta fimm handteknir.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, fordæmdi ofbeldið.

Einhverjir stuðningsmenn voru vopnaðir hnífum.
Einhverjir stuðningsmenn voru vopnaðir hnífum. AFP

Lögregluþjónninn hneig niður þegar hann reyndi að stöðva átök á götum úti. Myndskeið sýna stuðningsmenn beggja liða reyna að skjóta flugeldum hverja að öðrum.

Lögregla hefur greint frá því að fjöldi fólks hafi verið undirbúinn fyrir átök. Til að mynda hafi hópur stuðningsmanna Moskvuliðsins, svokallaðir „ultras“, mætt vopnaðir hnífum.

Þrátt fyrir átökin fór leikurinn fram. Spartak vann leikinn 2:1 en Bilbao vann fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum og komst áfram í 16-liða úrslit, 4:3 samanlagt.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert