Yfir 400 dáið á fimm dögum

Lítill drengur hefst ásamt fjölskyldu sinni við í kjallara húss …
Lítill drengur hefst ásamt fjölskyldu sinni við í kjallara húss í bænum Mudayra í austuhluta Ghouta-héraðs. AFP

Tugir létust í árásum Sýrlandshers í austurhluta Ghouta-héraðs í gær. Yfir 400 manns hafa látist í sprengjuárásum á svæðinu frá því herinn hóf áhlaup sitt þar af mikill hörku fyrir fimm dögum. 

Alþjóðastofnanir og þjóðarleiðtogar hafa krafist vopnahlés en slíkt hefur ekki orðið að veruleika. Fulltrúar Rússa sögðu um tillögu þess efnis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að samkomulag um vopnahlé væri ekki fyrir hendi. Þeir lögðu til að tillögunni yrði breytt í þá veru að heimila bæri flutning neyðargagna til svæðisins sem hefur verið í herkví stjórnarhersins frá árinu 2013. 

Í gær létust svo 46 í loft- og eldflaugaárásum.

Í dag er vonast til þess að greidd verði atkvæði um tillögu um vopnahlé í öryggisráðinu. Á meðan reyna íbúar í Ghouta að fela sig í kjöllurum til að forðast árásirnar sem m.a. hefur verið beint að sjúkrahúsum og stöðum þar sem mat gæti verið að finna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert