Ákærður fyrir leynilegar greiðslur

Paul Manafort yfirgefur réttarsal í Washington
Paul Manafort yfirgefur réttarsal í Washington AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið ákærður fyrir að hafa greitt háttsettum evrópskum stjórnmálamönnum yfir tvær milljónir evra, eða um 250 milljónir króna, fyrir að styðja við bakið á Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseta Úkraínu.

Ákæran var lögð fram í alríkisrétti í Washington af Robert Mueller sem hefur rannsakað tengsl Donalds Trumps og kosningahóps hans við Rússa.

Manafort er sakaður um að hafa fengið hinn svokallaða Hapsburg-hóp fyrrverandi stjórnmálamanna til að vera hliðhollur úkraínskum stjórnvöldum, sem nutu stuðnings Rússa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert