Lögreglumaður við hvern skóla

Rick Scott, lengst til hægri.
Rick Scott, lengst til hægri. AFP

Lögreglumaður verður framvegis staðsettur við hvern einasta almenningsskóla í Flórída. Þetta tilkynnti Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, sem hluta af áætlun um að efla öryggi í skólum eftir að sautján voru skotnir til bana í síðustu viku.

Mikill þrýstingur hefur verið lagður á yfirvöld að auka öryggi innan skóla í Bandaríkjunum eftir árásina í framhaldsskóla í Flórída.

Alls verður 450 milljónum dala varið í verkefnið.

„Það er ekkert mikilvægara en öryggi barnanna okkar,“ sagði Scott. „Við verðum að passa upp á þau.“

„Ég legg til að að minnsta kosti einn lögreglumaður verði til staðar fyrir hverja 1.000 nemendur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert