Vona að 20.000 DNA-sýni aðstoði við lausn morðmáls

Hollenskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Hollenskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni. AFP

Lögreglan í Hollandi hefur beðið ríflega 20.000 karlmenn um að gangast undir DNA-próf í þeirri von að þeir muni finna þann sem myrti ungan dreng fyrir 20 árum. 

Talsmaður lögreglunnar í héraðinu Limburg í suðurhluta landsins, segir að dyr að sex stöðum þar sem hægt er láta taka úr sér sýni standi nú opnar. 

Um 21.500 karlar á aldrinum 18 til 75 ára hafa nú þrjár vikur til að skila inn sýnum sjálfviljugir eftir að rannsókn hófst á ný á máli Nicky Verstappen. Hann var myrtur árið 1998 þegar hann var ellefu ára gamall. 

Hann sást síðast á lífi á tjaldsvæði skammt frá landamærunum við Þýskaland 9. ágúst 1998. Lík drengsins fannst svo skammt frá. 

Hollenska lögreglan segir að mennirnir sem hafa verið beðnir um að skila inn sýni séu ekki sakborningar í málinu. Þetta snúist um að komast nær því hvort einhver mannanna sé ættingi óþekkts manns sem skildi eftir DNA-sýni á líki drengsins. 

Talið er að rannsókn á sýnunum muni frá sex mánuðum upp í eitt ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert