Telja að framtíð N-Kóreu gæti verið björt

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Bandaríkin og Suður-Kórea eru sæmilega bjartsýn varðandi framtíð Norður-Kóreu. Bæði telja ríkin að framtíð Norður-Kóreu geti verið björt eftir að ákveðið var að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundi í maí.

Trump og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ræddu saman í síma síðdegis. Þeir sögðu að Norður-Kórea verði að feta rétta braut og bæði munu ríkin setja miklu pressu á Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir áætlaðan fund með Trump.

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. AFP

„Þeir voru báðir hæfilega bjartsýnir og bentu á að það gæti verið bjart fram undan hjá Norður-Kóreu ef landið velur rétta leið,“ sagði talsmaður Hvíta hússins um símtalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert