„Hryðjuverkamennirnir hafa flúið“

Óbreyttir borgarar hafa síðustu daga og vikur reynt að flýja …
Óbreyttir borgarar hafa síðustu daga og vikur reynt að flýja Afrin. AFP

Tyrkneskar hersveitir hafa náð fullu valdi á Afr­in-borg­ í Sýr­landi en fyrr í dag var greint frá því að Tyrkir hefðu helming borgarinnar á sínu valdi.

Tyrkneskir hermenn veifuðu fánum og rifu niður styttur eftir að þeir náðu miðborginni á sitt vald í dag en áhlaup Tyrkja hefur staðið yfir frá því í seint í janúar.

AFP-hef­ur eft­ir al­menn­um borg­ur­um í Afr­in, þar sem meiri­hluti íbúa er Kúr­d­ar, að Varn­ar­sveit­ir kúrda, YPG, hafi hörfað frá borg­inni.

Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 280 óbreyttir borgarar hafi fallið í áhlaupi Tyrkja en þarlend yfirvöld neita því.

„Flestir hryðjuverkamennirnir hafa flúið með skottið á milli lappanna,“ sagði Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert