Gagnrýni átti undir högg að sækja

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Forsetakosningarnar í Rússlandi fóru fram í óhóflega vernduðu umhverfi og gagnrýnisraddir áttu undir högg að sækja. Engu að síður stóð rússneska kosningaeftirlitið (CEC) sig vel í sínu starfi og gerði það á gagnsæjan hátt.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fulltrúum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fylgdust með kosningunum.

Umtalsverður fjöldi fólks mætti á kjörstað eftir að stjórnvöld höfðu lagt mikla áherslu á það.

Samt sem áður ollu hömlur á grundvallarfrelsi og hömlur á  þátttöku frambjóðenda því að lítið pláss var fyrir baráttu á pólitíska sviðinu. Þetta varð til þess að skortur var á alvöru samkeppni, segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur einnig fram að lögin um forsetakosningarnar séu umfangsmikil en þrátt fyrir það mjög flókin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert