Forstjóri Cambridge Analytica rekinn

Alexander Nix.
Alexander Nix. AFP

Breska ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica hefur rekið forstjóra sinn, Alexander Nix, vegna tengsla hans við gagnaleka af Facebook.

Upptökur af Nix hafa verið birtar þar sem hann stærir sig af þætti Cambridge Analytica í forsetaframboði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Sagði hann að fyrirtækið hefði annast allar rannsóknir fyrir kosningaherferð Trumps.

Hann ræddi einnig um leynilegt kerfi fyrir tölvupóst sem eyðir tölvupóstum sjálfkrafa. „Það eru engin sönnunargöng, engin pappírsslóð, ekki neitt,“ sagði hann um kerfið sem eyðir öllum tölvupóstum tveimur klukkustundum eftir að þeir hafa verið lesnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert