Særði tvo nemendur í skotárás

Great Mills-skólinn í Maryland þar sem árásin var gerð.
Great Mills-skólinn í Maryland þar sem árásin var gerð. AFP

Sautján ára nemandi vopnaður byssu skaut og særði stúlku alvarlega í Great Mills-menntaskólanum í Maryland í Bandaríkjunum í dag.

Árásarmaðurinn, Austin Rollins, lést af skotsárum eftir að öryggisvörður skaut að honum.

Ekki er ljóst hvort Rollins hafi látist af völdum skotanna sem öryggisvörðurinn skaut að honum eða hvort hann hafi framið sjálfsvíg.

Fjórtán ára nemandi særðist einnig í árásinni en ástand hans er stöðugt, að sögn lækna. 

Um fimm vikur eru liðnar síðan fjórtán nemendur voru skotnir til bana í menntaskóla í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert