Sarkozy verður yfirheyrður

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands. AFP

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, verður yfirheyrður í tengslum við rannsókn á því hvort að Líbíumenn hafi komið að fjármögnun kosningabaráttu hans árið 2007. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum.

Í frétt Reuters segir að Sakrozy hafi verið handtekinn í dag. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Sarkozy er yfirheyrður vegna málsins. Fyrir nokkrum vikum var fyrrverandi samstarfsmaður hans, Alexandre Djouhri, handtekinn í London vegna þessa sama máls. Honum var síðar sleppt úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert