„Sylvi mun koma mun sterkari tilbaka“

Sylvi Listhaug ræðir við fjölmiðla í norska þinghúsinu nýverið.
Sylvi Listhaug ræðir við fjölmiðla í norska þinghúsinu nýverið. AFP

Sylvi Listhaug, sem sagði af sér sem dóms- og innflytjendamálaráðherra í dag, fær stuðning kollega sínum í Danmörku Inger Støjberg innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Hún segir á Facebook marga hafa verið ósátta við Listhaug í lengri tíma „vegna þess að hún hefur verið talsmaður strangari innflytjendalöggjafar, og hefur verið ötull talsmaður þess að innflytjendur í Noregi fylgi norskum gildum,“ sagði Støjberg í færslu á Facebook.

Norska ríkisútvarpið NRK segir frá því að Støjberg og Listhaug hafi verið nánir samstarfsaðilar í langan tíma og heimsóttu þær saman útlendingavist lögreglunnar í Trandum. Þær hafi einnig rætt saman um að koma á lista yfir múslímska klerkum sem stunda hatursorðræðu.

Støjberg telur vinstrivæng ekki geta talið sig hafa unnið sigur með afsögn Listhaug og segist „sannfærð um að Sylvi muni koma mun sterkari tilbaka.“

 

Per Sandberg verður arftaki Listhaug

Per Sandberg, úr Framfaraflokknum (FrP) og samflokksmaður Listhaug, er nýr dóms- og innflytjendamálaráðherra, mun hann sinna því samhliða starfi sínu sem sjávarútvegsráðherra. Sandberg hefur um árabil verið umdeildur vegna afstöðu til innflytjendamála, en hann hefur verið skipaður tímabundið í embættið.

Britt Dalsbotten (FrP) verður nýr stjórnmálaráðgjafi í ráðuneytinu, en staðan var laus eftir að Espen Teigen sagði af sér stuttu eftir afsögn Listhaug í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert