Sarkozy yfirheyrður á ný

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands. AFP

Yfirheyrslur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, halda áfram í dag en lögreglan rannsakar nú hvort að Moamer Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, hafi fjármagnað kosningabaráttu hans árið 2007.

 Sarkozy mætti til yfirheyrslnanna í París í morgun hjá sérstakri deild lögreglunnar sem rannsakar peningaþvætti og skattsvik. 

Frá árinu 2013 hafa frönsk yfirvöld verið að rannsaka fréttir af því hvort að Líbíumenn hafi fjármagnað framboð Sarkozys, m.a. yfirlýsingar sonar Gaddafi þess efnis.

Brice Hortefeux, sem sat í ríkisstjórn Sarkozys, var einnig yfirheyrður í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert