Sprengdi sig í loft upp við háskólann

Maður sprengdi sig í loft upp í framan háskólann í Kabúl í Afganistan í dag. Að minnsta kosti 26 féllu í árásinni og tugir særðust að því er talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir.

Árásarmaðurinn kom fótgangandi að háskólanum og sprengdi sig svo í loft upp. Sjónarvottur að árásinni segist hafa séð að minnsta kosti fjóra liggja í blóði sínu eftir að sprengjan sprakk. 

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en bæði talíbanar og vígamenn Ríkis íslams hafa gert fjölmargar árásir í Afganistan að undanförnu.

Maður á gangi ofan við höfuðborgina Kabúl. T
Maður á gangi ofan við höfuðborgina Kabúl. T AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert